Samhekl - sexhyrningspeysa

Posted by Sigurlina Juliusdottir on

Það er góð aðsókn að samheklinu okkar sem byrjaði á þriðjudaginn. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um hvort að hægt sé að taka þátt í gegnum netið frá þeim sem ekki komast til okkar en því miður getum við ekki sett upp beint streymi á viðburðina. Til að bæta úr því hefur hún Vera gert myndband um hvernig eigi að byrja á peysunni og eru hekluð tvö eins stykki og hún byrjar á í myndbandinu hér fyrir neðan. Væntanleg eru svo myndbönd með því hvernig ermar eru síkkaðar, sexhyrningarnir festir saman, bætt við sídd og frágangur á köntum, ermum og hálsmáli.

Góða skemmtun!