DROPS Big Merino. Superwash meðhöndluð extra fín ull

Tilboðsverð 647 kr Rétt verð 924 kr

Verð með Vsk. Flutningur reiknaður vá greiðslusíðu.

Product

Innihald: 100% Ull
Garnflokkur: C (16 - 19 lykkjur) / 10 ply / aran / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 75 metrar
Mælt með prjónastærð: 5 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 17 l x 22 umf
Ullarþvottur í þvottavél 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris

DROPS Big Merino er fallegt, 100% extra fínt merino ullargarn. Helstu einkenni DROPS Big Merino er mýkt, teygjanleiki og jöfn áferð, sem hentar mjög vel til þess að prjóna mynstur með áferð eins og kaðla.

Garnið er spunnið úr trefjum frá frjálsum dýrum (free-range og mulesing free) frá Suður Ameríku og er Oeko-Tex Standard 100 vottað.

DROPS Big Merino er spunnið úr mörgum þunnum þráðum, spuninn gerir garnið teygjanlegra. Þessi sérstaka uppbygging gerir það að verkum að mikilvægt er að hafa rétta prjónfestu í verkefninu þínu, hafðu því þéttari prjónfestu frekar en of lausa.
Garnið er einnig superwash meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar; en þegar þú þværð flíkina þá verður þú að fara varlega og fylgja leiðbeiningunum nákvæmlega að neðan "Nánari upplýsingar".

Made in EU

Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (vottorð númer 25.3.0110), Standard 100, flokkur I. Þetta þýðir að það hefur verið prófað og er alveg laust við skaðleg efni og er öruggt til notkunar fyrir manneskjur. Flokkur I er í hæsta stigi og það þýðir að garnið hentar fyrir fatnað á börn (á aldrinum 0-3 ára).